Timberlake segist varla þekkja Spears lengur

Britney Spears og Justin Timberlake er þau voru táningar.
Britney Spears og Justin Timberlake er þau voru táningar.

Söngvarinn Justin Timberlake hefur lýst því yfir opinberlega að hann hafi ekki hugmynd um það hvað gangi á í lífi fyrrum kærustu hans Britney Spears.

„Ég hef satt að segja ekki hugmynd um hvað er að gerast hjá henni. Við höfum ekki talað saman árum saman. Það eru engar sárar tilfinningar okkar á milli. Ég ber ekkert nema ást til hennar,” sagði hann í viðtalsþætti Oprah Winfrey.

„Þetta er skrýtið af því við vorum einu sinni saman. Vá, ég hef ekki talað um þetta árum saman en þetta er áhugavert. Við vorum táningar, eins og þú veist. Ég held að það skýri það best hvað gerðist okkar á milli. Mér finnst hún frábær manneskja en ég þekki hana ekki jafn vel og ég gerði. Það eina sem ég veit er það að hún er afar góðhjörtuð og alveg frábær einstaklingur."

Timberlake sagði einnig í viðtalinu að hann ætti kærustu en neitaði að tjá sig um hana að öðru leyti en því að hún lyktaði dásamlega. „Ég verð mjög rómantískur þegar ég er með henni. Ég syng fyrir hana og þegar ég er á tónleikaferðalögum tölum við saman á iChat með vefmyndavél,” sagði hann. „Tæknin getur verið frábær. Mér finnst það stórkostlegt þegar maður getur í raun séð andlit fólks."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar