„Einhverfu-hvíslarinn” Jim Carrey

Jim Carrey og Jenny McCarthy.
Jim Carrey og Jenny McCarthy. Reuters

Bandaríska fyrirsætan og leikkonan Jenny McCarthy segir kærasta sinn kvikmyndaleikarann Jim Carrey, hafa náð einstaklega góðu sambandi við einhverfan son sinn Evan og að það sé skrifað í stjörnurnar að þeir eigi að vera saman.

„Það er enginn vafi á því að það er skrifað í stjörnurnar að Jim og Evan eiga að vera saman,” segir Jenny í viðtali við tímaritið People. “Hann hefur hjálpað Evan að komast yfir ákveðnar hindranir sem ég réð ekki við. Ég kalla hann stundum „einhverfu-hvíslarann”. Hann talar tungumál sem Evan skilur og Evan treystir honum fullkomlega.”

Jenny segist hafa verið hikandi við að kynna Carrey fyrir syni sínum en að Carrey hafi strax fundist hann heillandi. „Hann var mjög áhugasamur. Hann spurði og spurði en það liðu eftir sem áður nokkrir mánuðir áður en ég fór með Evan í heimsókn," segir McCarthy sem hefur unnið ötullega að því á undanförnum árum að kynna einhverfu.

Hún segir þó ekki standa til að þau gangi í hjónaband. „Það verða engin vottorð. Þetta er svo mun dýpra en það. Jim kom inn í líf okkar og opnaði hjarta sitt og arma. Hann hefur lært mjög margt um einhverfu. Hann hlustar og kann að nýta orkuna sem í því felst. Það getur flutt fjöll," segir hún.

Carrey á tvítuga dóttur með fyrstu eiginkonu sinni Melissa Womer. Þá kvæntist hann leikkonunni Lauren Holly árið 1996 en hjónaband þeirra entist ekki árið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka