Sænskur bakpokaferðalangur í vinfengi við Paris

Paris Hilton.
Paris Hilton. Reuters

Sænski bakpokaferðalangurinn Alexander Väggö von Zweigbergk var á gangi fyrir utan farfuglaheimili í Los Angeles þegar bíll var stöðvaður við hlið hans og ung ljóshærð kona snaraðist út og tók Svíann tali. Þessi stúlka reyndist vera sjálf Paris Hilton og að sögn fjölmiðla eru þau Alexander og Paris nú óaðskiljanleg.

Á fréttavef danska sjónvarpsins TV2 er haft eftir Ceclilu, móður Alexanders, að sonur hennar sé afar hamingjusamur.

Til þessa hefur Paris Hilton aðallega valið sér kærasta úr röðum leikara, rokkstjarna eða milljarðamæringa en Alexander á ekki grænan eyri. Hann er hins vegar sagður afar myndarlegur piltur og nú hefur hann gert samning við umboðsskrifstofuna Nou Models, sem Paris tengist.

Nýja parið kyssist nú opinberlega á götum Los Angeles, að sögn TV2 og herma fréttir, að Alexander hafi þegar verið boðið heim til foreldra hótelerfingjans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir