Zara innkallar handtöskur með hakakrossum

Hakakross.
Hakakross.

Spænska tískuvörukeðjan Zara hefur innkallað handtöskur sem seldar hafa verið í verslunum hennar eftir að viðskiptavinur í Bretlandi kvartaði yfir því að hakakrossar væru saumaðir í töskurnar. Í tilkynningu frá Zöru segir að ekki hafi verið ljóst að grænir hakakrossar væru á hornum töskunnar.

Zara er í eigu Inditex, næst stærsta tískuvörurisa heims, sem rekur rúmlega 3.300 tískuvöruverslanir í 66 löndum.

Töskurnar voru búnar til á Indlandi, og skreyttar algengum táknmyndum úr hindúasið, þ.á m. hakakrossinum. Inditex segir að á upphaflegu hönnuninni, sem Zara hafði lagt blessun sína yfir, hafi ekki verið neinir hakakrossar.

Það var Rachel Hatton, 19 ára bresk stúlka, sem kvartaði yfir því að hakakrossar væru á töskunni, og fór fram á að fá hana endurgreidda. Hún tjáði BBC að afgreiðslufólkinu hefði einnig verið mjög brugðið þegar það áttaði sig á því hvers kyns var.

Breska blaðið Daily Star kallaði töskurnar "nasistatískutöskur," og samtök sem berjast gegn fasisma í Bretlandi segja töskunar vera tilraun til að vinna fasisma viðurkenningu í samfélaginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar