„Hvað er hægt að vera heimskur?“

Marcia Clark í réttarsal í Las Vegas á miðvikudaginn.
Marcia Clark í réttarsal í Las Vegas á miðvikudaginn. AP

Marcia Clark, sem fyrir tólf árum var aðalsaksóknari í hinu alræmda morðmáli sem O.J. Simpson var sýknaður í, var aftur í sama réttarsal og Simpson núna í vikunni, að þessu sinni í hlutverki fréttamanns, en Simpson var ákærður í tengslum við meint innbrot og mannrán.

Clark er dómfréttaritari fyrir sjónvarpsþættina „Entertainment Tonight“ og „The Insider.“ Hún sagði að það hefði verið „súrrealískt“ að sjá Simpson aftur í réttarsalnum. Hann hafi á sínum tíma verið sýknaður af tveim morðákærum, og síðan hafi hann komist undan ýmsum veigaminni ákærðum.

„Hvernig fór hann að því að komast enn á ný í kast við lögin?“ sagði Clark. „Hvað er hægt að vera heimskur?“

Ýmsir fréttamenn hafa dregið í efa að Clark geti vegna fyrri samskipta við Simpson flutt hlutlausar fréttir af máli hans nú. Þeir viðurkenna þó, að sjónvarpsþættirnir sem Clark vinni fyrir séu ekki hefðbundnir fréttaþættir, heldur séu nær því að vera afþreyingarþættir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar