Gengur með strák

Christina Aguilera
Christina Aguilera Reuters

Söngkonan Christina Aguilera á von á strák.

Sést hefur til vina hennar kaupa mikið af bláu barnadóti síðan hún sagði þeim að hún væri ólétt.

„Vinir hennar hafa verið að versla barnagjafir og þær eru allar með strákaþema, bláar að lit," sagði heimildarmaður við ameríska OK-tímaritið.

Hin 26 ára söngkona og eiginmaður hennar, Jordan Bratman, hafa ekki staðfest þungunina opinberlega en sagt er að hún sé komin sex mánuði á leið og má sjá á henni augljósa óléttubumbu.

Faðir söngkonunnar, Fausto Aguilera, staðfesti þungun dóttur sinnar í júlí en þrátt fyrir það hefur hún ekki viljað tala um hana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar