Leikkonan Salma Hayek og unnusti hennar, franski kaupsýslumaðurinn Francois-Henri Pinault, hafa eignast dóttur, samkvæmt vefnum TMZ.com. Heilsast móður og dóttur vel en parið hefur gefið stúlkunni nafnið Valentina Paloma Pinault.
Hayek, sem er 41. árs að aldri, er frá Mexíkó og hóf feril sinni í mexíkóskum sápuóperum. Hún flutti til Hollywood árið 1991 og vakti fyrst alþjóðlega athygli í myndinni Desperado þar sem hún lék á móti Antonio Banderas. Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir myndina Frida árið 2002.
Hayek framleiðir nú sjónvarpsþættina Ljótu Betty, sem hafa fengið mikið lof, og leikur einnig ritstjórann Sofiu Reyes í þáttunum.
Pinault, unnusti Hayeks, er forstjóri fyrirtækisins PPR, sem framleiðir m.a. fatnað undir merkjum Gucci, Yves Saint Laurent, Stellu McCartney og Balenciaga.
Er þetta fyrsta barn Hayek en þriðja barn Pinault.