Baltasar eftirsóttur

Baltasar Kormákur
Baltasar Kormákur mbl.is/Brynjar Gauti

Baltasar Kormákur er með þrjú tilboð á borðinu um að leikstýra erlendum stórmyndum. Meðal annars hefur Bob Yari, framleiðandi óskarsverðlaunamyndarinnar Crash, átt fund með Baltasar og boðið honum að leikstýra mynd fyrir sig. "Ég hitti Yari úti í Toronto en ég vil fá ákveðnar breytingar á handritinu í gegn ef ég á að leikstýra myndinni," segir Baltasar en tilboðin fóru að berast honum út frá vinsældum Mýrarinnar á kvikmyndahátíðinni Telluride í Colorado og Toronto-hátíðinni í Kanada.

Önnur kvikmynd sem Baltasar hefur boðist að leikstýra skartar ekki minni stjörnum en Tom Wilkinson, Anjelicu Huston og Hilary Duff. Framleiðslufyrirtæki Tom Hanks er síðan meðframleiðandi að þriðju myndinni sem Baltasar býðst að vinna að. "Það er tilboð á borðinu og ég er búinn að segja að ef það tekst að koma því saman þá mun ég taka að mér leikstjórn þeirrar myndar," segir Baltasar sem Variety valdi nýlega einn af heitustu nýju leikstjórum í heiminum.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir