Óttaðist að Britney myndi deyja vegna ofneyslu lyfja

Tony Barretto.
Tony Barretto. Reuters

Fyrrverandi lífvörður Britneyjar Spears óttaðist að hún myndi deyja af völdum ofneyslu lyfja eftir að hann kom að henni algerlega „út úr heiminum“ á hótelherbergi.

Þetta kemur fram í vottaðri yfirlýsingu sem lífvörðurinn, Tony Barretto, lagði fram fyrir rétti í Los Angeles í síðustu viku.

Kveðst hann vilja tjá sig um fíkniefna- og áfengisneyslu Britneyjar vegna sona hennar, Sean Prestons og Jayden James, sem eru tveggja og eins árs.

Barretto var ráðinn lífvörður söngkonunnar skömmu eftir að Britney kom úr meðferð í mars.

Hann segir að hún hafi farið á stefnumót með Howie Day í byrjun maí í Los Angeles, fáeinum klukkustundum fyrir „endurkomu“ hennar á Anaheim-leikvanginum. Nokkru seinna hafi hún hringt í öryggisverði sína og fullyrt að Day neitaði að hleypa henni út af hótelherbergi þeirra.

„Britney var algerlega út úr heiminum. Við héldum að hún hefði tekið of stóran skammt. Húðin á henni var vaxkennd. Við héldum að hún myndi ekki lifa þetta af ... Hótelherbergið var þakið tómum bjórdósum og vínflöskum og sígarettustubbum. Ég sá hrúgur af hvítu dufti og rör, mig grunaði að þetta væri kókaín eða meþamfetamín. Ég sá glerpípu, eins og oft er notuð við neyslu á því,“ sagði lífvörðurinn.

Hann gagnrýndi einnig harðlega uppeldisaðferðir Britneyjar og sagði að hún gerði drengina skelfingu lostna. „Britney elskar drengina, en hún er ótraust móðir. Þegar strákarnir eru ánægðir er hún ánægð. Þegar þeir gráta eða eru lasnir veit hún ekki hvað hún á að gera. Hún talar við þá furðurlegt barnamál, en það gerir þá bara hrædda og órólega.“

Barretto sagði ennfremur að einhverju sinni hafi minnstu munað að Britney keyrði út af með drengina í bílnum. „Við eltum hana en hún ók eins og vitleysingur á öfum vegarhelmingi. Það var skelfilegt.“

Barretto var rekinn úr starfi lífvarðar í maí vegna þess að hann heyrði ekki þegar Britney bað hann að rétta henni hattinn hennar. Britney á nú í forræðisdeilu við Kevin Federline.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar