Skeggið veldur vandræðum

Clive Owen og Benicio Del Toro í Syndaborginni.
Clive Owen og Benicio Del Toro í Syndaborginni.

Leikarinn Benicio Del Toro verður sífellt fyrir því að vera ásakaður um að vera hryðjuverkamaður eftir að hann lét sér vaxa skegg fyrir hlutverk sitt sem Che Guevara.

Del Toro, sem leikur marxíska uppreisnarmanninn í myndinni The Argentine, segir að eftir að hann safnaði skeggi lendi hann alltaf í því að vera stoppaður af öryggisgæslunni á flugvöllum.

"Skeggið gerir flugvelli erfiðari fyrir mig. Það er önnur röð fyrir hættulega útlítandi menn en hina," sagði kappinn á dögunum.

Hann segir skeggið einnig eyðileggja möguleika sína meðal kvenfólks. "Stelpurnar eru hættar að horfa á mig. En það er fyndinn svipurinn sem ég fæ frá heimilislausum, skyndilega er ég orðinn einn af þeim."

The Argentine er leikstýrt af Steve Soderbergh, tökur fara fram á Spáni í níu vikur og myndin verður á spænsku. Del Toro og Soderbergh hafa unnið saman einu sinni áður og þá að gerð myndarinnar Traffic.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar