Stefán Máni hlaut Blóðdropann

Rithöfundurinn Stefán Máni hlaut Íslensku glæpasagnaverðlaunin 2007, Blóðdropann, sem voru afhent í fyrsta sinn í bókabúðinni Iðu í gær.

Verðlaunin hlaut Stefán Máni fyrir bókina Skipið sem verður jafnframt framlag Íslands til norrænu glæpasagnaverðlaunanna Glerlykilsins 2008.

Skipið er sjöunda bók Stefáns Mána sem er fæddur árið 1970 í Reykjavík en alinn upp í Ólafsvík. Sagan segir frá skrautlegri áhöfn skipsins Per se. Skipverjar eru níu talsins og flestir með eitthvað misjafnt í pokahorninu. Þannig er einn nýbúinn að myrða eiginkonu sína og annar er með handrukkara á hælunum. Sagan segir frá ógnum, fjandskap, tortryggni og baráttu þeirra í milli um borð í skipi á reginhafi.

Með geysigóð tök á forminu

Í dómnefnd Hins íslenska glæpafélags eru Gunnþórunn Guðmundsdóttir, Kristján Jóhann Jónsson og Ingibjörg Rögnvaldsdóttir.

Rökstuðningur dómnefndarinnar fyrir vali sínu var þessi:

Blóðdropann 2007 og tilnefningu Íslands til Glerlykilsins hlýtur Stefán Máni fyrir sögu sína Skipið. Höfundur sýnir í þessu verki geysigóð tök sín á forminu, þar sem hann skapar svo þrúgandi og ógnvekjandi andrúmsloft að lesandinn á bágt með að slíta sig frá ógeðfelldri áhöfn hins skelfilega skips. Þá ber einnig að geta þess að dómnefndin hreifst sérstaklega af hæfileikum höfundarins í tungumáli og stíl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir