Stefán Máni hlaut Blóðdropann

Rit­höf­und­ur­inn Stefán Máni hlaut Íslensku glæpa­sagna­verðlaun­in 2007, Blóðdrop­ann, sem voru af­hent í fyrsta sinn í bóka­búðinni Iðu í gær.

Verðlaun­in hlaut Stefán Máni fyr­ir bók­ina Skipið sem verður jafn­framt fram­lag Íslands til nor­rænu glæpa­sagna­verðlaun­anna Gler­lyk­ils­ins 2008.

Skipið er sjö­unda bók Stef­áns Mána sem er fædd­ur árið 1970 í Reykja­vík en al­inn upp í Ólafs­vík. Sag­an seg­ir frá skraut­legri áhöfn skips­ins Per se. Skip­verj­ar eru níu tals­ins og flest­ir með eitt­hvað mis­jafnt í poka­horn­inu. Þannig er einn ný­bú­inn að myrða eig­in­konu sína og ann­ar er með hand­rukk­ara á hæl­un­um. Sag­an seg­ir frá ógn­um, fjand­skap, tor­tryggni og bar­áttu þeirra í milli um borð í skipi á reg­in­hafi.

Með geysigóð tök á form­inu

Rök­stuðning­ur dóm­nefnd­ar­inn­ar fyr­ir vali sínu var þessi:

Blóðdrop­ann 2007 og til­nefn­ingu Íslands til Gler­lyk­ils­ins hlýt­ur Stefán Máni fyr­ir sögu sína Skipið. Höf­und­ur sýn­ir í þessu verki geysigóð tök sín á form­inu, þar sem hann skap­ar svo þrúg­andi og ógn­vekj­andi and­rúms­loft að les­and­inn á bágt með að slíta sig frá ógeðfelldri áhöfn hins skelfi­lega skips. Þá ber einnig að geta þess að dóm­nefnd­in hreifst sér­stak­lega af hæfi­leik­um höf­und­ar­ins í tungu­máli og stíl.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú kannt að glæða gamla hluti nýju lífi og gætir gert þér mat úr því með því að kaupa gamla hluti og selja þá uppgerða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú kannt að glæða gamla hluti nýju lífi og gætir gert þér mat úr því með því að kaupa gamla hluti og selja þá uppgerða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason