Dáist að drykkjuþoli Íslendinga

Pablo Francisco
Pablo Francisco
Eftir Atla Fannar Bjarkason - atli@bladid.net

„Það er frábært að koma fram í Evrópu, það er búið að vera uppselt á allar sýningarnar mínar," segir grínistinn góðkunni Pablo Francisco í samtali við Blaðið. „Ég hlakka mikið til að komast til Íslands því landið er fallegt, öðruvísi og sérstakt. Að vera á Íslandi er eins og að vera í U2myndbandi."

Pablo Fancisco kemur fram í Háskólabíói á föstudaginn ásamt Flip Schultz, en það verður í þriðja skipti sem hann heimsækir Ísland. „Ég elska Ísland. Íslendingar lifa lífinu og eru mjög töff. Ég held ég verði á landinu í þrjá til fjóra daga. Ég ætla að kíkja niður í litla miðbæinn ykkar og fara á Nasa. Svo mun ég örugglega fara á Goldfinger og eyða 200 dollurum í vínglas. Ég elska Goldfinger."

„Þið drekkið og drekkið og drekkið og farið svo beint í vinnuna. Þetta er ótrúlegt. Ég er heillaður," segir Francisco aðspurður um drykkjuvenjur Íslendinga og bætir við að þetta eigi einnig við aðra Norðurlandabúa.

Viðtal við Pablo Francisco í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir