Þjófur birti myndir af sér á netinu

Tölvuþjófur í Kanada kom að öllum líkindum upp um sig er hann notaði óbreyttar stillingar til að tengjast myndasíðunni Flickr á netinu í tölvu sem hann hafði stolið. Maðurinn virðist hafa tekið myndir af sér og birt þær á Flickr undir nafni og skráningarnúmeri eiganda tölvunnar. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Bill MacEwen, réttmætur eigandi tölvunnar, segir frá þessu á bloggsíðu sinni. Þá segir hann að myndir af tveimur þjófum hafi náðst á öryggismyndavél skrifstofu sinnar en að ekki hafi verið hægt að þekkja mennina á þeim. Það hafi því einfaldað málið er annar þjófurinn hafi útvegaði lögreglu betri myndir af sér með þessum sérstaka hætti.

Þjófurinn hefur enn ekki náðst en MacEwen segir líkurnar á að upp um hann komist hafi aukist til muna.

Sjálfsmynd þjófsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar