Óvenjulegur megrunarkúr

Breskur maður grenntist á baunaáti.
Breskur maður grenntist á baunaáti. AP

Breskur smiður léttist um 40 kíló á hálfu ári eftir að hafa stundað óvenjulegan og heimatilbúinn megrunarkúr. Hann át tvær dósir af bökuðum baunum á dag og segist nú hafa orku til að leika við börnin sín tvö. James Skeates var 135 kg er hann hóf megrunina og er komin niður í 95 kg með því að borða mikið af bökuðum baunum.

Hann át eina dós í hléum í vinnunni og aðra með bakaðri kartöflu eða pasta á kvöldin.

Samkvæmt Ananova fréttavefnum sagðist hann aldrei hafa verið svangur en hélt áfram að grennast.

Skeates sagðist ekki hafa orðið við nein vandamál í tengslum við baunaátið fyrr en hann náði kjörþyngd sinni þá fór hann að leysa vind oftar en ella.

Næringarfræðingur sem Ananova ræddi við sagði að það væri í lagi að borða bakaðar baunir ef þess væri gætt að mataræðið væri hollt að öðru leyti en þó var ekki mælt með meira en einum skammti á dag.

Bakaðar baunir eru fremur hitaeiningasnauðar og því má búast við því að grennast ef maður borðar þær í stað brauðsneiðar með osti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan