Mikil umræða á blogginu eftir ummæli Francisco um drykkjuþol Íslendinga

Pablo Francisco
Pablo Francisco
Eftir Atla Fannar Bjarkason - atli@bladid.net

„Ég hefði haldið að við Íslendingar værum að reyna að breyta þessu, að vera ekki þekkt fyrir drykkjuskap og lauslátar konur," sagði Moggabloggarinn Arna á bloggi sínu, um ummæli bandaríska grínistans Pablo Francisco í Blaðinu á þriðjudag. Francisco sagði í viðtali við Blaðið að hann væri heillaður af drykkjuvenjum Íslendinga: „Þið bara drekkið og drekkið og drekkið og farið svo beint í vinnuna."

Arna ritar á bloggið: „Hvað þá um helgar þegar unga fólkið okkar fer niður í miðbæ Reykjavíkur og drekkur sig dauðadrukkið? Það eru ekki ófá ár síðan það kom upp á yfirborðið að eitthvað þyrfti að gera í því."

Miklar umræður fóru af stað á bloggsvæði mbl.is á þriðjudag vegna ummæla Francisco. Flestir voru ósáttir við ummælin og könnuðust fæstir við að drekka áður en þeir mættu í vinnu.

„Ég hef nú ekki oft heyrt þetta, að Íslendingar séu með mikið drykkjuþol. Það kemur allavega ekki fram í rannsóknum okkar og við höfum kannað mikið hvaða álit menn hafa á Íslandi," segir Ársæll Harðarson, markaðsfulltrúi Ferðamálastofu.

„Ég verð aldrei var við þetta. Íslendingar eru ekki álitnir fyllibyttur, síður en svo. Íslendingar eru álitnir duglegir og kraftmiklir. Það er víkingaeðli í þeim, en auðvitað fylgir því að menn taka á því þegar þeir skemmta sér."

Nánar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir