Bubbi býður þrjár milljónir fyrir íslenskuna

Bubbi Morthens
Bubbi Morthens mbl.is/Einar Falur Ingólfsson
Eftir Halldóru Þorsteinsdóttur - halldora@bladid.net

Bubbi Morthens leitar að næstu stjörnu Íslands í raunveruleikaþættinum Bandið hans Bubba. „Ástæða þess að ég fékk hugmyndina að þættinum er einfaldlega sú að nýliðun í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár sýnir að sífellt fleiri syngja á ensku fremur en íslensku. Ég veit ekki hvort þetta er ótti við tungumálið, getuleysi eða hvort það er auðveldara að bulla á ensku, en með þessu áframhaldi er sú hætta fyrir hendi að íslenskt tungumál í dægurtónlist deyi út. Hverfi bara!"

Að sögn Bubba eru verðlaunin ekki af verri endanum, en um er að ræða þrjár milljónir króna í reiðufé og plötusamning.

„Það getur enginn neitað því að þetta eru flott verðlaun. Mér finnst bara að menn eigi að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Fólk er að leggja þetta mikið á sig og setja hausinn undir fallöxina fyrir framan alþjóð, ásamt því að fá bæði krítík frá mér og öðrum í dómnefndinni. Því finnst mér vegleg verðlaun vera gulrót sem á að duga."

Nánar í Blaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir