Heima er best

Þúsundir manna fylgdust með Sigur Rós í Ásbyrgi sumarið 2006
Þúsundir manna fylgdust með Sigur Rós í Ásbyrgi sumarið 2006 mbl.is/Gunnar Gunnarsson

Tónleikaferðalag hljómsveitarinnar Sigur Rósar er að margra mati einn merkilegasti viðburður í íslenskri tónleikasögu. Heimildamyndin Sigur Rós – Heima gerir þessari óvenjulegu tónleikaferð ítarleg skil en myndin var frumsýnd í gær í Háskólabíói. Sýningin var jafnframt opnunarsýning Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík.

Þormóður Dagsson gefur myndinni fullt hús, eða fimm stjörnur, í dómi sem birtist í blaðinu í dag þar sem hann segir m.a. að myndin sé „sérlega hughrífandi verk sem fer vel í augu og eyru“. Hann skrifar einnig að myndin sé „svo sannarlega mynd sem fær mann til að líða vel“.

Þá hlýtur myndatakan mikið hrós og sömuleiðis klippingin en sérstakt lof fær tónlistin og hljóðvinnslan sem stóð upp úr að mati gagnrýnanda.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan