Michael Jackson enn laus og liðugur

Michael Jackson.
Michael Jackson. Reuters

Talskona popparans Michael Jackson hefur vísað þeim fréttum á bug að hann hafi gengið í það heilaga með barnfóstru barna sinna. Raymone Bain sendi frá sér yfirlýsingu, sem var birt á aðdáendasíðu Jacksons, vegna þeirra frétta sem hafa birst í fjölmiðlum að söngvarinn hafi kvænst Grace Rwaramba.

„Fréttir þess efnis að Michael Jackson hafi gift sig eru ósannar,“ sagði í yfirlýsingunni.

„Skjöl sem sýna fram á annað eru tilbúningur,“ sagði þar ennfremur. Jackson hefur þegar gengið tvisvar sinnum í það heilaga og þá á hann þrjú börn.

Jackson eignaðist elstu börn sín, þau Prince Michael Jackson yngri og Paris Michael Katherine Jackson, með seinni eiginkonu sinni, Deborah Rowe.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar