Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey er launahæsta sjónvarpsstjarnan, en hún þénar fjórfalt meira en sá sem kemur næstur á eftir henni. Þetta kemur fram á nýjum lista sem Forbes tímaritið hefur birt.
Á milli júní 2006 og júní 2007 fékk Winfrey greiddar 260 milljónir dala að því er Forbes greinir frá.
Næstur á eftir henni kemur gamanleikarinn Jerry Seinfeld sem þénaði um 60 milljónir dala í fyrra.
American Idol dómarinn Simon Cowell er þriðji með um 45 milljónir dala. Þá eru þeir Jay Leno og Donald Trump einnig á meðal þeirra 10 launahæstu.
Listi yfir 10 launahæstu sjónvarpsstjörnurnar: