Bítlarnir verða á Borginni

Paul McCartney og Ringo Starr.
Paul McCartney og Ringo Starr. AP
Eftir Atla Fannar Bjarkason - atli@bladid.net
Bítlarnir Paul McCartney og Ringo Starr koma til landsins 5. október í tengslum við afhjúpun friðarsúlu Yoko Ono í Viðey. Samkvæmt heimildum Blaðsins verða þeir á landinu 5. til 11. október, en friðarsúlan verður afhjúpuð 9. október, á afmælisdegi John Lennon, sem hefði orðið 67 ára væri hann á lífi.

Heimildir Blaðsins herma að Paul og Ringo muni dvelja á Hótel Borg, en með þeim í för verður fylgdarlið lífvarða og aðstoðarfólks. Paul McCartney kom síðast til landsins árið 2000, en þá var fyrrverandi eiginkona hans, Heather Mills, með í för. Paul lét lítið fyrir sér fara í ferðinni. Meira fór fyrir Ringo Starr þegar hann kom til landsins árið 1984. Ringo tók lagið ásamt Stuðmönnum í Atlavík og margar góðar sögur eru til um ferðalag hans.

Nánar er fjallað um þetta í Blaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir