Hljómsveitin Duran Duran hefur tilkynnt að til standi að leika á níu tónleikum á Broadway í New York þar sem sveitin hyggst fara yfir feril sinn. Tónleikarnir fara fram í Barrymore leikhúsinu í byrjun nóvember, en tilgangurinn er að kynna nýja plötu sem út kemur í sama mánuðo og ber heitið Red Carpet Massacre.
Simon Le Bon, söngvari sveitarinnar segir að þá félaga hafi lengið langað til að gera eitthvað þessu líkt, og að tímasetningin hafi virst góð.
Lofar Le Bon smellum á borð við Rio, Hungry Like the Wolf og Ordinary World auk þess sem nýja platan verður leikin í heild sinni.