Kvikmyndin Börn valin besta myndin á kvikmyndahátíð í Kaupmannahöfn

Úr kvikmyndinni Börn.
Úr kvikmyndinni Börn.

Kvikmyndin Börn eftir Ragnar Bragason var í kvöld valin besta myndin á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Kaupmannahöfn og fékk Gullna svaninn, aðalverðlaun hátíðarinnar. Ragnar tók við verðlaununum nú undir kvöld. Á Kaupmannahafnarhátíðinni, sem stendur í 11 daga, eru eingöngu sýndar evrópskar kvikmyndir. Ellefu kvikmyndir kepptu um aðalverðlaunin.

Ísraelska myndin Bikur Hatizmoret fékk sérstök dómnefndarverðlaun en hún fjallar um egypska lögregluhljómsveit sem villist í Ísrael. Sú mynd er sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík um þessar mundir.

Norðmaðurinn Marius Holst var valinn besti leikstjórinn fyrir myndina Mirush, sem fjallar um unglingspilt sem fer frá móður sinni í Kosovo í leit að föður sínum í Noregi.

Sænska leikkonan Sofia Ledarp var valin besta leikkonan fyrir myndina Den man älsker sem einnig fékk verðlaun fyrir besta handrit. Mathieu Amalric var valinn besti karlleikarinn fyrir leik sinn í frönsku myndinni La question humaine.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir