Björgvin Halldórsson mun koma fram á tónleikum í Kaupmannahöfn 24. apríl á næsta ári á vegum fyrirtækisins Hótelbókanir í Kaupmannahöfn. Björgvin mætir ásamt stórhljómsveit og strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Konunglegu óperunnar í Kaupmannahöfn, sem og mörgum af fremstu dægurlagasöngvurum og hljóðfæraleikurum úr íslensku tónlistarlífi.
Tónleikarnir verða á sumardaginn fyrsta í Cirkus í Kaupmannahöfn. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Icelandair og fara fram undir borðhaldi. Síðar um kvöldið hefst dansleikur sem stendur fram á nótt þar sem tónlistarfólkið kemur fram ásamt Björgvin og hljómsveit hans. Kynnir verður Þorvaldur Flemming.
Sala aðgöngumiða hefst á næstunni á vefsíðu Icelandair www.icelandair.is.