Björgvin Halldórsson með tónleika í Köben

Björgvin Halldórsson.
Björgvin Halldórsson. mbl.is/Sverrir

Björgvin Halldórsson mun koma fram á tónleikum í Kaupmannahöfn 24. apríl á næsta ári á vegum fyrirtækisins Hótelbókanir í Kaupmannahöfn. Björgvin mætir ásamt stórhljómsveit og strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Konunglegu óperunnar í Kaupmannahöfn, sem og mörgum af fremstu dægurlagasöngvurum og hljóðfæraleikurum úr íslensku tónlistarlífi.

Tónleikarnir verða á sumardaginn fyrsta í Cirkus í Kaupmannahöfn. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Icelandair og fara fram undir borðhaldi. Síðar um kvöldið hefst dansleikur sem stendur fram á nótt þar sem tónlistarfólkið kemur fram ásamt Björgvin og hljómsveit hans. Kynnir verður Þorvaldur Flemming.

Sala aðgöngumiða hefst á næstunni á vefsíðu Icelandair www.icelandair.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir