Britney missti forræði yfir börnum sínum tímabundið

Britney Spears missti í dag forræði yfir börnunum sínum tveimur. Hæstaréttardómari kvað upp þann dóm að Kevin Federline faðir drengjanna skuli frá og með næstkomandi miðvikudegi hafa forræðið eins lengi og dómurinn telur nauðsynlegt. Drengirnir Sean Preston sem er tveggja ára og Jayden James er eins árs.

Fyrir mánuði skipaði sami dómari Spears að gangast undir áfengis og eiturlyfjapróf tvisvar í viku vegna deilu hennar um forræði barnanna. Henni hafði einnig verið skipað að hitta ráðgjafa sem kennir foreldrum að ala upp börnin sín.

Bæði Spears og Federline þurfa að taka námskeið sem nefnist Uppeldi án deilna samkvæmt skipun dómarans.

Spears sem er 25 ára og Federline sem er 29 ára létu pússa sig saman í október 2004 en hún sótti um skilnað í nóvember í fyrra og hann tók gildi síðast liðinn júlí. Þetta kemur fram á vefsíðu Yahoo.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio