„Ég stend við gefin loforð," segir Egill „Gilzenegger" Einarsson, en hann mun hafa lofað á bloggsíðu sinni að hlaupa nakinn í Kringlunni og syngja lagið Every Breath You Take þann dag sem dómarinn Garðar Örn Hinriksson myndi dæma vítaspyrnu Breiðablik til handa í Landsbankadeildinni.
Síðastliðinn laugardag dæmdi téður dómari vítaspyrnu fyrir liðið og var Egill inntur svara um áður gefin loforð. „Ég hélt bara að það myndi aldrei gerast að Garðar Örn myndi gefa okkur víti!
Nánar í Blaðinu í dag