Jagger óttast um Amy Winehouse

Mick Jagger veit líklega af langri reynslu hvað hann er …
Mick Jagger veit líklega af langri reynslu hvað hann er að tala um Reuters

Söngvarinn Mick Jagger segist hræddur um að söngkonan Amy Winehouse endi ung undir grænni torfu ef hún haldi áfram þeim lífsstíl sem vakið hefur ómælta athygli fjölmiðla undanfarna mánuði. Breska slúðurblaðið The Sun hefur eftir Jagger að Winehouse sé stórkostleg söngkona og segist hann vonsvikinn yfir því að hún hafi þurft að hætta við að fylgja The Rolling Stones á nýafstöðnu tónleikaferðalagi sveitarinnar.

„Amy er mikill listamaður sem gerir stórkostlega tónlist. Hún hefur stíl. Ég hef áhyggjur af því að hún muni deyja ef hún heldur áfram á þeirri braut sem hún hefur valið sér”, segir Jagger. „Þetta er erfitt vegna þess að heilinn þarf að velja. Ef ég heilinn hefði ekki alltaf sagt mér að ég ætti ekki að gera of mikið, þá hefði ég endað eins og Amy fyrir mörgum árum. En það var alltaf lítil rödd í hausnum á mér sem héld mér vakandi og sagði mér á endanum að hætta alveg. Ég áttaði mig á því að ég vildi ekki deyja ungur.”

Amy Winehouse, sem er 23 ára átti að fylgja Rolling Stones á Bigger Bang tónleikaferðinni í haust. Hún þurfti þó að hætta við í kjölfar þess að fregnir bárust af því að hún hefði tekið of stóran skammt af lyfjum.

Jagger, sem kom fram með Winehouse á Isle of Wight tónlistarhátíðinni segist vonsvikinn yfir því að Winehouse hafi ekki fylgt sveitinni. „Það hefði eiginlega verið orðinn fullkominn hringur fyrir hljómsveitina vegna þess að Amy er lík þeim sígildu sálarsöngkonum sem veittu okkur innblástur. Að kona syngi eins og þær í dag er frábært.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir