Ný plata frá Radiohead eftir tíu daga

Thom Yorke,
Thom Yorke, "aðalsprauta" Radiohead. mbl.is

Hljómsveitin Radiohead hefur loks veitt upplýsingar á vefsíðu sinni um útgáfu næstu plötu sveitarinnar, sem margir hafa beðið af eftirvæntingu. Aðeins tíu dagar eru þar til platan verður gefin út á geisladiskum og til niðurhals. Það sem vekur e.t.v. mesta athygli er að ekkert verð verður gefið upp fyrir plötuna á netinu, en kaupendum ákveða þess í stað sjálfir hve mikið þeir greiða.

Hljómsveitin Charlatans tilkynnti í gær að plata þeirrar sveitar, sem út kemur á næsta ári, verði gefin á netinu, þar sem mun meiri hagnað sé að finna í tónleikahaldi og sölu á varningi en plötusölu. Þetta hlýtur því að vekja upp spurningar um það hvort plötuútgáfa almennt muni breytast á næstunni.

Plata Radiohead hefur fengið nafnið In Rainbow. Plastútgáfan af plötunni verður svokallaður diskakassi, á honum verður sjálf platan, annar geisladiskur með fleiri nýjum lögum sem ekki eru formlega á plötunni auk ljósmynda og margmiðlunarefnis. Þá fylgja einnig tvær 12” vínylplötur, svo kaupendur ættu að fá nokkuð fyrir sinn snúð, þrátt fyrir að verðið sé hátt, eða 40 bresk pund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir