Bílabíó í kvöld

Boðið verður upp á bílabíó á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í kvöld í flugskýli 885 á varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll. Kvikmyndin American Graffiti verður sýnd.

Með því að sýna myndina í flugskýlinu er nær tryggt að sýningin geti farið fram þótt veður verði válynd. Flatarmál skemmunnar er slíkt að 1500 bílar rúmast auðveldlega þar innandyra – enda er skýlið stærsta bygging landsins.

Kvikmyndin American Graffiti (1973) eftir George Lucas gerist árið 1962 og segir af fjórum vinum sem ákveða að rúnta um bæinn og njóta lífsins til fulls síðasta kvöld sumarsins – síðasta kvöldið áður en þeir halda hver í sína áttina í háskóla.

Aðgangseyrir í bílabíóið er 1000 krónur á bíl. Miðasala stendur yfir á www.midi.is og í upplýsingamiðstöð hátíðarinnar á Hressó.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup