George Clooney segir að ef til vill væri ráð að setja á fót skóla fyrir þá sem frægðin hefur stigið til höfuðs. Clooney vildi í viðtali við breska tímaritið Hello ekki nefna nein nöfn, en sagði að "sumir leikarar" tækju sjálfa sig svo hátíðlega að hann botnaði ekkert í því. "Of mikið hrós, of mikill hégómi, þetta stígur þeim til höfuðs á endanum."
"Kannski ég ætti að stofna skóla fyrir fræga fólkið," sagði Clooney, sem hefur reynt að láta til sín taka á öðrum vettvangi en í kvikmynda- og sjónvarpsheiminum, eins og til dæmis með baráttu fyrir góðum málstað, til að sýna og sann að hann sé ekki aðeins leikari.
"Ég verð að sinna fleiri hlutum. Það virtist virkilega pirra marga þegar ég talaði fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Ég sá það í augunum á fólki að það hugsaði: Hvað er þessi að gera hérna? Það er gott að blanda öðru hvoru geði við fólk sem veitir manni aðra sýn á hlutina."