Lindsay Lohan féll á lyfjaprófi í meðferðinni

Lindsay Lohan.
Lindsay Lohan. AP

Fregnir herma að ekki verði af því í bráð, eins og fyrirhugað hafði verið, að Lindsay Lohan útskrifist af meðferðarstofnuninni Cirque Lodge í Utah. Hún hafi fallið á lyfjaprófi og merki fundist um að hún hafi neytt kókaíns. Meðferðinni átti að ljúka í síðustu viku, en af þessum sökum hefur hún verið framlengd.

Haft er eftir innanbúðarmönnum að Lindsay hafi ennfremur neytt áfengis og hrært saman megrunarpillum lyfseðisskyldum kvíðalyfjum til að reyna að komast í vímu. Ástralska tímaritið New Weekly hefur eftir heimildamanni: „Ég held að hún gleypi allar pillur sem hún kemst yfir. Hún er greinilega í vímu vegna þess að hún slagar og getur ekki gengið beint.“

Annar sjúklingur á stofnuninni sagði: „Hún lét vin sinn smygla vodka í vatnsflösku inn á AA-fund sem hún fór á. Það vilja allir vera vinir hennar og gera hvað sem hún biður þá um. Hún angar af áfengi og starfsfólkið gerir ekkert í því. Ég spurði hana hvort hún hefði einhvern áhuga á að verða edrú og hún leit á mig eins og ég væri brjálaður. Hún gerir bara það sem henni sýnist.“

Faðir hennar, Michael, kom í heimsókn til hennar á Cirque Lodge í gær og ætla þau að fara í fimm daga fjallaferð í Utah til að bæta samband sitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir