Latibær á svið í Skotlandi

Latabæjarfólkið.
Latabæjarfólkið.

Verið er að setja Latabæ eftir Magnús Scheving á svip í Skotlandi en sjónvarpsþættirnir um Íþróttaálfinn og krakkana í Latabæ njóta mikilla vinsælda á Bretlandseyjum eins og víðar en þættirnir hafa nú verið sýndir í yfir 100 löndum. Verður leikritið um Latabæ sýnt í Glasgow og Edinborg.

Í blaðinu The List er haft eftir Richard Lewis, leikstjóra, að skiljanlegt sé hvers vegna Latibær njóti jafn mikilla vinsælda meðal barna og raun beri vitni. „Krakkar laðast að litunum og því sjónræna. Þetta er svo lifandi og nýir hlutir gerast stöðugt, hvort sem það er skipting milli atriða, söngur eða heljarstökk afturábak. Persónurnar eru einnig einfaldar frumgerðir og þess vess vegna er leikritið afar auðskilið."

Breskir leikarar munu leika Íþróttaálfinn, Glanna glæp, Sollu stirðu og aðrar persónur. Lewis segir, að sviðsmyndin sé í skærum litum eins og í sjónvarpsþáttunum og svipuð hljóð séu notuð og í þáttunum. En leiksviðið gefi að auki kost á því að ná beinu sambandi við áhorfendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir