Áður óbirtar myndir af Díönu prinsessu vekja athygli

Diana prinsessa og Dodi Fayed sjást hér á mynd úr …
Diana prinsessa og Dodi Fayed sjást hér á mynd úr öryggismyndavél Ritz hótelsins í París skömmu áður en þau létu lífið í bílslysi. AP

Áður óbirtar myndir af Díönu prinsessu og Dodi Fayed sem létust í bílslysi í París fyrir tíu árum voru birtar við réttarhöld vegna dauða þeirra í vikunni. Myndirnar eru úr öryggismyndavélum Ritz hótelsins þar sem þau dvöldu, áður en þau héldu í sína hinstu ferð, og sýna þau hlæja og láta vel hvort að öðru. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Myndirnar þykja athyglisverðar þar sem þær gefa til kynna að prinsessunni hafi liðið vel umrætt kvöld en á fyrri myndum, sem birtar höfðu verið af henni frá þessu kvöldi, virðist hún þreytt og ósátt. Þá hafa vinir hennar viljað gera lítið úr sambandi hennar við Dodi. Umræddar myndir gefa hins vegar í skyn að mjög hlýtt hafi verið á milli þeirra.

Réttarhöldunum nú er ætlað að eiga að skera úr um það í eitt skipti fyrir öll hvernig dauða þeirra bar að. Lögreglurannsóknir bæði í Frakklandi og Bretlandi hafa leitt til þeirrar niðurstöðu að bílstjóri þeirra Henri Paul hafi verið drukkinn og keyrt of hratt og að hann hafi því misst stjórn á bílnum í Pont d'Alma göngunum í París þann 31. ágúst árið 1997. Þá hafa ljósmyndarar sem eltu bílinn verið sýknaðir af ábyrgð í málinu fyrir frönskum dómstólum.

Bresk rannsóknarnefnd hefur einnig komist að þeirri niðurstöðu að ekkert sé hæft í fullyrðingum Mohamed al Fayed, föður Dodi, um að Filippus drottningarmaður eða breska leyniþjónustan hafi valdið slysinu eða sviðssett það.

Díana prinsessa og Dodi Fayed sjást hér í lyftu Ritz …
Díana prinsessa og Dodi Fayed sjást hér í lyftu Ritz hótelsins í París kvöldið sem þau létu lífið. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar