Dr. Gunni fékk ekki boðskort

Friðarsúlan var prófuð í Viðey nýlega.
Friðarsúlan var prófuð í Viðey nýlega.

Það er enginn maður með mönnum í menningarelítunni í dag nema hann fái boðskort á vígslu friðarsúlu Yoko Ono í Viðey í næstu viku. Dr. Gunni virðist þó hafa verið skilinn útundan eða ekki teljast til elítunnar ef marka má eina bloggfærslu hans í vikunni:

„Hitti Egil Helgason á göngum Rúv. Hann dró upp gullslegið boðskort á Yoko Ono móttökugilli í Listasafninu þarna þann níunda, áður en ljósið verður tendrað. Nokkuð rogginn bara. Þarna mun liðið fá að éta á kostnað útsvarsgreiðanda og svo verður því trillað út í Viðey. Hvar er boðskortið mitt?! Gísli? Kjartan? Svanhildur?!! Á ég bara að þurfa að hanga heima og rotna yfir Innlit/útlit eins og mölétið nóboddí á meðan gæðingar slafra í sig og flissa yfir friðarkerti bítlaekkjunnar? Þetta er vitaskuld reginhneyksli! Ég sem hékk fyrir utan Dakotabygginguna í nokkrar mínútur og allt."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir