Clarence House, skrifstofa Karls Bretaprins, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem áhyggjum er lýst af framkomu fréttaljósmyndara sem eltu Vilhjálm prins og kærustu hans Kate Middleton er þau yfirgáfu næturklúbb í miðborg London síðastliðna nótt. Fréttaskýrandi Sky sjónvarpsstöðvarinnar, segir það að skrifstofan sendi frá sér slíka yfirlýsingu sýna það hversu alvarlegum augum konungsfjölskyldan líti málið. þetta kemur fram á fréttavef Sky.
Vilhjálmur og Kate tilkynntu í apríl að þau hefðu slitið nokkurra ára sambandi sínu en skömmu síðar voru þau sögð hafa tekið saman að nýju. Ekki hafa hins vegar birst myndir af þeim saman eftir sambandsslitin fyrr en nú.