Lag eftir Guðmund Jónsson komst áfram í undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Aðalsöngvari lagsins er Páll Rósinkrans. Næstu laugardagskvöld munu þrjú lög keppa um hylli áhorfenda og það lag sem verður fyrir valinu í símakosningu kemst í úrslitaþátt sem sýndur verður í febrúar og keppir þar við lög valinna höfunda um að verða fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí á næsta ári.
Auk Guðmundar var Hafdís Huld Þrastardóttir með lag í keppninni í kvöld og Margrét Kristín Sigurðardóttir.