„Ebony & Ivory“ valinn versti dúett sögunnar

Þótt ljóst sé að Paul McCartney eigi margir tónlistarrósir í …
Þótt ljóst sé að Paul McCartney eigi margir tónlistarrósir í hnappagatinu þykir hlustendum BBC einnig vera ljóst að hann á nokkrar tónlistarbeinagrindur í skápnum. Reuters

Lagið „Ebony and Ivory“, eftir þá Paul McCartney og Stevie Wonder, sem fjallar um það hvernig ólíkir kynþættir geta lifað saman í sátt og samlyndi, hefur verið valið versti dúett í sögunni af hlustendum BBC 6 Music.

Lagið, sem náði efsta sæti breska vinsældarlistans árið 1982, var efst í kjörinu en þar er einnig að finna dúett þeirra McCartneys og Michaels Jacksons „The Girl Is Mine“. Það endaði í sjötta sæti.

Það kom mörgum á óvart að dúett söngkonunnar Sinead O'Connor og The Chieftains hafi verið valinn sá besti, en þau sungu saman lagið „Foggy Dew“.

Dúett þeirra David Bowie og Mick Jagger, þar sem þeir syngja gamla slagarann „Dancing In The Street“, komst inn á báða listana, þ.e. yfir bestu og verstu dúettina.

Fimm bestu dúettarnir:

  1. Foggy Dew - Sinead O'Connor & The Chieftains
  2. Fairytale Of New York - Kirsty MacColl & The Pogues
  3. Under Pressure - Queen & David Bowie
  4. Where The Wild Roses Grow - Nick Cave & Kylie Minogue
  5. Walk This Way - Run DMC & Aerosmith
  1. Ebony & Ivory - Paul McCartney & Stevie Wonder
  2. You're The One That I Want - Arthur Mullard & Hilda Baker
  3. Dancing In the Streets - Mick Jagger & David Bowie
  4. Little Drummer Boy - Bing Crosby & David Bowie
  5. Save Your Love - Rene & Renata
Snillingurinn Stevie Wonder er samsekur McCartney í tónlistarglæpnum.
Snillingurinn Stevie Wonder er samsekur McCartney í tónlistarglæpnum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar