Pamela Anderson gengin í það heilaga á nýjan leik

Pamela Anderson hefur gengið í það heilaga í þriðja sinn.
Pamela Anderson hefur gengið í það heilaga í þriðja sinn. Reuters

Leikkonan Pamela Anderson og Rick Salomon, sem er fyrrum kærasti Parísar Hilton og þekktur fyrir að hafa leikið í kynlífsmyndandi með henni, giftu sig í Las Vegas í gær, skv. bandarískum fjölmiðlum.

Anderson, sem er fertug, er þekktust fyrir hlutverk sitt í Baywatch-þáttunum. Hún er reynslurík þegar það kemur að hjónaböndum en hún hefur áður verið gift rokkurunum Tommy Lee og Kid Rock.

Salomon, sem er 39 ára, var áður giftur Shannen Doherty, sem er þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Beverly Hills 90210.

Um 60 manns voru viðstaddir brúðkaupið.

Á vefsíðu Andersons stendur, undir yfirskriftinni „Ævintýri Scum og Pam eru hafin“ að: „Rick og ég erum afar þakklát. Við skálum í spilavítinu þegar við höfum gift okkur eftir sýninguna mína.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar