Skemmdir unnar á ómetanlegu verki eftir Monet

Le Pont d'Argenteuil.
Le Pont d'Argenteuil.

Hópur fólks braust inni í Orsey-safnið í París snemma í dag og skemmdu þau málverkið „La Pont d'Argenteuil“ eftir listamanninn og impressjónistann Claude Monet. Frá þessu greindi franska menningarmálaráðuneytið í dag.

Eftirlitsmyndavélar tóku myndir af því þegar fólkið fór inn í safnið sem er staðsett við ána Signu sem rennur í gegnum Parísarborg. Þar er að finna mörg fræg verk eftir impressjónista, s.s. Monet.

Viðvörunarbjalla fór í gang og fólkið fór, en áður en það gerðist skemmdi það verkið ómetanlega að sögn yfirvalda. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið.

Menningarmálaráðherra Frakka, Christine Albanel, hyggst boða til blaðamannafundar til þess að skýra málið frekar.

Að sögn aðstoðarmanns Albanel er komin 10 cm löng rifa á málverkið. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað olli rifunni.

Monet fór fyrir hreyfingu impressjónista á 19. öld. Hann er þekktur fyrir að gera tilraunir með ljós og liti í verkum sínum, sem eru talin ómetanleg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar