Skemmdir unnar á ómetanlegu verki eftir Monet

Le Pont d'Argenteuil.
Le Pont d'Argenteuil.

Hópur fólks braust inni í Orsey-safnið í París snemma í dag og skemmdu þau málverkið „La Pont d'Argenteuil“ eftir listamanninn og impressjónistann Claude Monet. Frá þessu greindi franska menningarmálaráðuneytið í dag.

Eftirlitsmyndavélar tóku myndir af því þegar fólkið fór inn í safnið sem er staðsett við ána Signu sem rennur í gegnum Parísarborg. Þar er að finna mörg fræg verk eftir impressjónista, s.s. Monet.

Viðvörunarbjalla fór í gang og fólkið fór, en áður en það gerðist skemmdi það verkið ómetanlega að sögn yfirvalda. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið.

Menningarmálaráðherra Frakka, Christine Albanel, hyggst boða til blaðamannafundar til þess að skýra málið frekar.

Að sögn aðstoðarmanns Albanel er komin 10 cm löng rifa á málverkið. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað olli rifunni.

Monet fór fyrir hreyfingu impressjónista á 19. öld. Hann er þekktur fyrir að gera tilraunir með ljós og liti í verkum sínum, sem eru talin ómetanleg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir