Blur kemur saman aftur, yfir hádegisverði

Górillan og Íslandsvinurinn Damon Albarn.
Górillan og Íslandsvinurinn Damon Albarn. AP

Hljómsveitin Blur kom saman í vikunni í fyrsta sinn, en meðlimirnir fjórir hafa ekki hist allir í einu frá því að gítarleikarinn Graham Coxon hætti yfirgaf hljóðver í miðjum upptökum árið 2002. Það voru reyndar engin stórbrotin meistaraverk samin eða flutt, því félagarnir létu sér nægja að hittast yfir hádegisverði, að sinni a.m.k.

Á vefsíðu Blur segir að hádegisverðurinn hafi verið vel heppnaður, og að framtíðin hafi verið rædd, en að engin áform séu að svo stöddu um að gefa út eða flytja nýja tónlist.

Blur var stofnuð árið 1989, hún varð geysivinsæl um miðjan tíunda áratuginn og leiddi ásamt Oasis hina svokölluðu Britpop-bylgju. Síðan sveitin hætti hefur söngvarinn Damon Albarn átt þátt í vinsælum verkefnum á borð við Gorillaz og The Good the Bad and the Queen. Gítarleikarinn Graham Coxon hefur einnig gefið út tónlist, en hinir tveir meðlimir sveitarinnar hafa meðal annars fengist við stjórnmál, búskap og skriftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup