Íbúðin hennar Mariah Carey í New York er svo stór að söngkonan hefur ekki tölu á baðherbergjunum í henni. Íbúðin er rúmlega ellefu hundruð fermetrar að stærð og er í Tribeca-hverfinu eftirsótta. En Carey var alls ekki viss um helstu kosti íbúðarinnar þegar hún var spurð.
Til dæmis gat hún ekki svarað þeirri spurningu hvað baðherbergin væru mörg. En eitt er þó alveg á hreinu, og það er að eitt af herbergjunum í íbúðinni er tileinkað japanska teiknimyndakettinum „Hello Kitty,“ sem Carey segist hafa haldið upp á síðan hún var lítil.
Þetta kemur fram í viðtali við Carey í tímaritinu Glamour.