Leysti teningaþraut Rubiks á tæpum 13 sekúndum

Yfir 300 keppendur frá 33 löndum tóku þátt á mótinu …
Yfir 300 keppendur frá 33 löndum tóku þátt á mótinu í Búdapest. 25 ár eru liðin frá því fyrsta mótið var haldið, en það einnig haldið í Ungverjalandi. AP

Það tók 16 ára gamlan japanskan ungling aðeins tæpar 13 sekúndur að leysa hina frægu teningaþraut Rubiks. Þetta gerði hann á Rubiks-heimsmeistaramóti í Búdapest í Ungverjalandi.

Auk þess að verða heimsmeistari varð Yu Nakajima 5.000 evrum ríkari eftir að hafa sigrað í lokaviðburði keppninnar, sem stóð í þrjá daga.

Nærri 300 keppendur frá 33 löndum tóku þátt. Margir leystu þrautina með höndunum, sumir með fótunum og aðrir gátu leyst hana með bundið fyrir augun.

Ungverski arkitektinn Erno Rubik bjó til teninginn í heimalandi sínu árið 1974. Yfir 300 milljónir slíkra teninga hafa selst síðan þá.

Nakajima leysti 3x3 útgáfu af hinum sígilda sex-lita teningi, en alls eru níu ferningar á hverri hlið. Hann leysti þrautina á 12,46 sekúndum í fimm tilraunum.

Engum tókst hinsvegar að slá heimsmetið sem Frakkinn Thibaut Jacquinot setti í maí sl. Honum tókst að leysa þrautina á innan við 10 sekúndum, eða 9,86 sekúndum.

Yu Nakajima var allra keppenda fljótastur að leysa þrautina.
Yu Nakajima var allra keppenda fljótastur að leysa þrautina. AP
Sumir reyndu að leysa þrautina blindandi.
Sumir reyndu að leysa þrautina blindandi. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Loka