Ein friðarsúla nægir Yoko Ono

Yoko Ono á blaðamannafundi í Reykjavík í dag.
Yoko Ono á blaðamannafundi í Reykjavík í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Yoko Ono segir að friðarsúlan sem verður tendruð í Viðey í kvöld, á 67 ára afmælisdegi John Lennon, nægi henni en Ono var spurð að því á fréttamannafundi sem nú stendur yfir, hvort hún hygðist reisa fleiri friðarsúlur í heiminum. Hún sagðist hins vegar ekki takmarka framkvæmdagleði annarra né hvað aðrir myndu gera í framtíðinni.

Yoko Ono var spurð að því hvers vegna friðarsúlan væri reist hér á Íslandi og sagði Ono margar ástæður vera fyrir því. Meðal annars sú að í mörgum trúarbrögðum kæmi galdrakrafturinn úr norðri. Eins sagði hún Ísland vera einstakt land vegna vatnsorkunnar, hreina loftsins og hreinleika landsins.

Þegar hún var spurð að því hvað hún hefði mestar áhyggjur af í heiminum sagði hún að það vera hvarf hugmynda um góðmennskuna og að góðmennska hljómi leiðinlega en hún sé tákn um heilbirgði.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, kynnti Yoko Ono í upphafi fréttamannafundarins og sagði Reykvíkinga stolta af því að friðarsúlan yrði reist hér og treysti því að hróður hennar bærist víða um heim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar