Breskur kviðdómur, sem rannsakar dauða Díönu prinsessu og Dodi al-Fayeds, unnusta hennar, hefur síðustu daga verið í París og skoðað þá staði þar sem Díana dvaldi síðustu klukkustundir ævinnar. Í dag skoðaði kviðdómurinn m.a. Ritzhótelið þar sem prinsessan dvaldi og um helgina skoðaði fólkið undirgöngin þar sem Díana lést í umferðarslysi.