Winehouse undirbýr næstu plötu

Breska söngkonan Amy Winehouse
Breska söngkonan Amy Winehouse AP

Söngkonan Amy Winehouse og upptökustjórinn Mark Ronson eru að undirbúa upptökur á nýrri hljómplötu söngkonunnar og segir Ronson að Winehouse sé áköf í að hefja upptökur að nýju. Ekkert verður þó af því fyrr en Winehouse lýkur hljómleikaferð sinni í nóvember. Ronson segir að við upptökur og útsetningar muni gæta áhrifa frá hinum alræmda Phil Spector og hljóðveggjarins sem hann skapaði á sjöunda áratug síðustu aldar. Tónlistarvefur NME segir frá þessu.

„Ég held við getum ekki gert það sama aftur og látið tónlistina hljóma líkt og Motown frá sjöunda áratugnum, ég myndi frekar vilja eldri hljóm eða óhugnanlegri, líkari „Wall of Sound". En það kemur þó ekki endanlega í ljós fyrr en ég heyri lögin."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir