Doris Lessing hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels

Doris Lessing.
Doris Lessing. Reuters

Enski rithöfundurinn Doris Lessing hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár. Í rökstuðningi sænsku akademíunnar segir, að Lessing sé hetja hinnar kvenlegu reynslu, sem hafi með tortryggni, eldmóði og krafti sjáandans sett tvískipta menningu undir mæliker.

Lessing, sem er fædd 1919 og því 88 ára að aldri, fæddist í Persíu, nú Íran en foreldrar hennar voru breskir. Fjölskyldan flutti nokkrum árum síðar til Ródesíu, nú Simbabve, þar sem hún giftist tvívegis og eignaðist tvö börn. Hún flutti með son sinn til Englands um miðja síðustu öld og settist þar að.

Fyrsta bók sem kom út eftir hana var The Grass Is Singing árið 1950. Bókin Golden Notebook, sem kom út árið 1962, vakti almenna athygli en aðrar mikilvægar skáldsögur hennar eru The Summer Before Dark, sem kom út 1973 og The Fifth Child, sem kom út árið 1988. Árið 1985 kom út bókin The Good Terrorist, sem fjallar um unga konu sem samþykkir að gera hryðjuverkaárás á London.

Lessing hafði róttækar skoðanir og var um tíma í breska kommúnistaflokknum en sagði sig úr honum árið 1956 þegar Sovétmenn réðust inn í Ungverjaland. Hún hefur einnig verið tengd við femínistahreyfinguna en segist sjálf aldrei hafa verið femínisti og telji hreyfinguna of kreddufulla.

Lessing gagnrýndi Afríkuríki harðlega fyrir þá spillingu sem þar þreifst. Hún heimsótti þó Suður-Afríku árið 1995 eftir að aðskilnaðarstefnan þar í landi var aflögð.

Lessing hefur á síðustu árum skrifað nokkrar bækur, sem má flokka sem vísindaskáldsögur og var fyrr á þessu ári á lokalista yfir þá sem koma til greina til að hljóta bresku Bookerverðlaunin. Hún er einnig sennilega elsta manneskjan, sem heldur úti heimasíðu á samskiptavefnum MySpace.

Nokkrar af bókum Lessing hafa verið þýddar á íslensku. Þá kom Lessing hingað til lands á ofanverðri síðustu öld í tengslum við Listahátíð.

Verðlaunin, sem nema um 100 milljónum íslenskra króna, verða afhent í Stokkhólmi 10. desember.

Fyrri bókmenntaverðlaunahafar:

    2006: Orhan Pamuk, Tyrklandi
    2005: Harold Pinter, Englandi
    2004: Elfriede Jelinek, Austurríki
    2003: John Maxwell Coetzee, Suður-Afríku
    2002: Imre Kertesz, Ungverjalandi
    2001: V.S. Naipaul, Breti frá Trinidad
    2000: Gao Xingjian, Frakki fæddur í Kína
    1999: Günter Grass, Þýskalandi
    1998: Jose Saramago, Portúgal
    1997: Dario Fo, Ítalíu
    1996: Wislawa Szymborska, Póllandi
    1995: Seamus Heaney, Írlandi
    1994: Kenzaburo Oe, Japan
    1993: Toni Morrison, Bandaríkjunum
    1992: Derek Walcott, Sankti Lúsíu
    1991: Nadine Gordimer, Suður-Afríki
    1990: Octavio Paz, Mexíkó
    1989: Camilo Jose Cela, Spáni
    1988: Naguib Mahfouz, Egyptalandi
    1987: Joseph Brodsky, Bandaríkjamaður fæddur í Rússlandi
    1986: Wole Soyinka, Nígeríu
    1985: Claude Simon, Frakklandi
    1984: Jaroslav Seifert, Tékklandi
    1983: William Golding, Bretlandi
    1982: Gabriel Garcia Marquez, Kólumbíu
    1981: Elias Canetti, Breti fæddur í Búlgaríu
    1980: Czeslaw Milosz, Bandaríkjamaður fæddur í Póllandi
    1979: Odysseus Elytis, Grikklandi
    1978: Isaac Bashevis Singer, Bandaríkjamaður fæddur í Póllandi
    1977: Vicente Aleixandre, Spáni
    1976: Saul Bellow, Bandaríkjamaður fæddur í Kanada
    1975: Eugenio Montale, Ítalíu
    1974: Eyvind Johnson og Harry Martinson, Svíþjóð
    1973: Patrick White, Ástrali fæddur á Bretlandi
    1972: Heinrich Böll, Þýskalandi
    1971: Pablo Neruda, Chile
    1970: Alexander Solzhenitsyn, Rússlandi
    1969: Samuel Beckett, Írlandi
    1968: Yasunari Kawabata, Japan
    1967: Miguel A. Asturias, Gvatemala
    1966: Shmuel Y. Agnon, Ísraeli fæddur í Póllandi, og Nelly Sachs, Svíi fædd í Þýskalandi
    1965: Mikhail Sholokhov, Rússlandi
    1964: Jean-Paul Sartre, Frakklandi (afþakkaði verðlaunin)
    1963: Giorgos Seferis, Grikki fæddur í Tyrklandi
    1962: John Steinbeck, Bandaríkjunum
    1961: Ivo Andric, Júgóslavíu
    1960: Saint-John Perse, Frakklandi
    1959: Salvatore Quasimoto, Ítalíu
    1958: Boris Pasternak, Sovétríkjumum
    1957: Albert Camus, Frakklandi
    1956: Juan Ramón Jiménez, Spáni
    1955: Halldór Kiljan Laxness, Íslandi
    1954: Ernest Hemingway, Bandaríkjunum
    1953: Winston Churchill, Bretlandi
    1952: François Mauriac, Frakklandi
    1951: Pär Lagerkvist, Svíþjóð
    1950: Bertrand Russell, Bretlandi
    1949: William Faulkner, Bandaríkjunum
    1948: Thomas Stearns Eliot, Bandaríkjunum
    1947: André Gide, Frakklandi
    1946: Hermann Hesse, Sviss
    1945: Gabriela Mistral, Chile
    1944: Johannes V. Jensen, Danmörku
    1939: Frans Eemil Sillanpää, Finnlandi
    1938: Pearl S. Buck, Bandaríkjunum
    1937: Roger Martin du Gard, Frakklandi
    1936: Eugene O'Neill, Bandaríkjunum
    1934: Luigi Pirandello, Ítalíu
    1933: Ivan Bunin, Sovétríkjunum
    1932: John Galsworthy, Bretlandi
    1931: Erik Axel Karlfeldt, Svíþjóð
    1930: Sinclair Lewis, Bandaríkjunum
    1929: Thomas Mann, Þýskalandi
    1928: Sigrid Undset, Noregi
    1927: Henri Bergson, Frakklandi
    1926: Grazia Deledda, Ítalíu
    1925: George Bernard Shaw, Írlandi
    1924: Wladyslaw Reymont, Póllandi
    1923: William Butler Yeats, Írlandi
    1922: Jacinto Benavente, Frakklandi
    1921: Anatole France, Frakklandi
    1920: Knut Hamsun, Noregi
    1919: Carl Spitteler, Sviss
    1917: Karl Gjellerup og Henrik Pontoppidan, Danmörku
    1916: Verner von Heidenstam, Svíþjóð
    1915: Romain Rolland, Frakklandi
    1913: Rabindranath Tagore, Indlandi
    1912: Gerhart Hauptmann, Þýskalandi
    1911: Maurice Maeterlinck, Belgíu
    1910: Paul Heyse, Þýskalandi
    1909: Selma Lagerlöf, Svíþjóð
    1908: Rudolf Eucken, Þýskalandi
    1907: Rudyard Kipling, Bretlandi
    1906: Giosuè Carducci, Ítalíu
    1905: Henryk Sienkiewicz, Póllandi
    1904: Frédéric Mistral og José Echegaray, Spáni
    1903: Bjørnstjerne Bjørnson, Noregi
    1902: Theodor Mommsen, Þýskalandi
    1901: Sully Prudhomme, Frakklandi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar