Lessing segist hafa fengið „verðlaunalitaröð"

Doris Lessing brosir til blaðamanna utan við hús sitt í …
Doris Lessing brosir til blaðamanna utan við hús sitt í dag. Reuters

Breski rithöfundurinn Doris Lessing, sem hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár, sagðist í dag fagna þessum heiðri og bætti við að hún hefði nú fengið „konunglega litaröð" verðlauna af þessu tagi.

„Þetta hefur gengið svona í þrjátíu ár. Nú er ég búin að vinna öll verðlaun í Evrópu, öll andsk. verðlaunin, og ég er því afar ánægð yfir því að hafa náð þeim öllum. Þetta er konungleg litaröð," sagði hún við blaðamenn utan við heimili sitt í Lundúnum.

Lessing er 87 ára og elsta skáldið, sem hlotið hefur bókmenntaverðlaun Nóbels. Hún var úti að versla þegar tilkynnt var um verðlaunin í morgun og framkvæmdastjóri sænsku akademíunnar náði ekki símasambandi við skáldkonuna til að skýra henni frá verðlaununum. Hún kom með leigubíl að húsi sínu í Cricklewood í Lundúnum þar sem fréttamenn biðu og henni var greinilega nokkuð brugðið.

Síða Doris Lessing á MySpace

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar