Sigur Rósarmenn ekki skrafhreifnir

Sigur Rós við Snæfellsskála.
Sigur Rós við Snæfellsskála. mbl.is/Gunnar

Þið skuluð aldrei bjóða Sigur Rós í útvarpsþátt. Þetta er ráð, sem Luke Burbank, þáttastjórnandi hjá NPR útvarpsstöðinni í New York gefur á heimasíðu stöðvarinnar. Stöðin fékk Sigur Rósarmenn í heimsókn á föstudag og er myndskeið með viðtalinu birt á heimasíðunni.

Sigur Rós var í New York til að kynna myndina Heima sem fjallar um tónleikaferð hljómsveitarinnar um Ísland.

Burbank segir, að hugsanlega hafi útvarpsviðtalið verið það versta í sögu rafrænnar miðlunar en viðmælendurnir voru ekki sérlega skrafhreifnir. Hann tekur hins vegar fram, að hann hafi miklar mætur á hljómsveitinni, ætli að verða fyrstur til að kaupa væntanlega plötu sveitarinnar, Hvarf/Heima, þegar hún komi út í nóvember, og hann hvetur jafnframt alla til að sjá Heima.

Viðtalið við Sigur Rós

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir