Skilnaðarmál Paul og Heather Mills McCartney hafið á ný

Paul McCartney.
Paul McCartney. Reuters

Skilnaðarmál þeirra Pauls og Heather Mills McCartney hófst á nýjan leik í dag þegar hjónin mættu í sitt hvoru lagi til yfirdómstóls í London nú í morgunsárið. Málið hefur vakið mikla athygli fjölmiðla sem fjölmenntu við dómshúsið.

Heather Mills McCartney var fyrst á staðinn og var hún búin að setja teppi yfir höfuð sér til þess að forðast ljósmyndarana. Paul mætti skömmu síðar. Bæði nýttu þau sér sérstakan dómarainngang til þess að komast inn í dómshúsið, og reyndu að forðast fjölmiðlafólk.

Fréttir herma að líklegt þyki að mál málanna í réttarsalnum í dag verði stærð skilnaðarsáttmálans.

Starfsmenn réttarins komu fyrir fjórum skrifstofustólum við inngang réttarsalarins þar sem málið er tekið fyrir í þeim tilgangi að meina fólki inngöngu.

Auk þess var búið að hylja gæjugatið á hurðinni til að koma í veg fyrir að forvitnir gætu reynt að sjá eitthvað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson