Erfitt að finna rétta daginn fyrir getnað

Cheryl Cole og Ashely Cole
Cheryl Cole og Ashely Cole AP

Það gæti reynst Cheryl Cole, söngkonu Girls Aloud, og eiginmanninum Ashley Cole, leikmanni Chelsea, erfitt að finna rétta tímann til barneigna, samkvæmt því sem söngkonan segir. Hún segir að tilraunir þeirra við að eignast barn, en bæði eru sögð þrá að fjölga mannkyninu, megi ekki trufla tónleikaferð Girls Aloud né fótboltatímabilið.

Samkvæmt frétt Bang Showbiz þrá þau bæði að eignast barn en það sé bara ekki undir þeim einum komið heldur verði þau að taka tillit til fimm annarra. Hins vegar sé spurning um hvort hægt sé að koma óléttu að þegar hlé verður á tónleikaferðalagi Girls Aloud á næsta ári. Eins ef Ashley þarf að mæta til keppni daginn sem barnið fæðist þá verður hann að spila þannig að hann gæti misst af fæðingu barnsins. Segir hún að þau verði að skipuleggja þetta allt mjög nákvæmlega. En það er ekki bara væntanleg dagsetning getnaðar sem er ofarlega í huga söngkonunnar þar sem hún telur sig geta bjargað Britney Spears frá frekari vandræðum. Í viðtali við breska blaðið Daily Mirror segist hún þrá að rekast á Britney Spears einhvern daginn í Los Angeles. Það sé virkilega sorglegt hvernig komið er fyrir söngkonunni og það sem hún þurfi á að halda er fjölskylda, fólk sem getur leiðbeint henni.

Það er því spurning um hvort Cole-hjónin geti bjargað Spears og áætlanagerð við að eignast barn með því að ættleiða Britney Spears.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir