Jon Stewart leitar að íslenska hernum

Jon Stewart.
Jon Stewart. AP

„Rúmenía á 500 manna herlið í Írak, nógu marga til þess að fylla einn kvikmyndasal, og Armenía á 46 hermenn þar sem er passlegur fjöldi fyrir strætóana í Atlantic City, einum fárra staða í veröldinni sem eru meira niðurdrepandi en Írak. Svo er það Ísland. Þeir eru jafngildir Bandaríkjunum í samstarfinu og þeir eiga nógu marga til þess að fylla út í ein jakkaföt." Talan einn birtist við hlið íslenska fánans. „Þetta er ekki innsláttarvilla, þetta er talan einn. Og hún var ekki her. Og hún er nýfarin."

Svo mælti háðfuglinn Jon Stewart í umfjöllun sinni um bandalag hinna viljugu þjóða í Írak í þætti sínum, The Daily Show, í vikunni. En hann virðist þó ætla að kanna betur hvaðan þessi merkilegi her – sem er í rauninni ekki her – kemur og von er á tökuliði frá þættinum til Íslands í næstu viku. Þeir hafa vitaskuld sett sig í samband við Herdísi Sigurgrímsdóttur, upplýsingafulltrúann sem kallaður var heim þegar Ísland dró „herlið" sitt frá Írak.

Fegurðardrottningar, kraftajötnar og rapparar

En þeir hafa einnig sett sig í samband við þrjá þjóðfræga Íslendinga, þau Unni Birnu Vilhjálmsdóttur fyrrum alheimsfegurðardrottningu, Magnús Ver Magnússon, sem eitt sinn var sterkasti maður heims, og Ómar Örn Hauksson, sem þekktastur er fyrir rapp sitt með Quarashi – en þetta telja forráðamenn þáttarins að séu frægustu Íslendingar samtímans. Aðspurðar sögðust hvorki Herdís né Unnur Birna hafa gefið ákveðið svar hvort þær væru tilbúnar í viðtal í þættinum en Unnur Birna verður væntanlega á Akureyri þegar tökuliðið mætir, við tökur á sjónvarpsþættinum Bandið hans Bubba, þannig að þeir þyrftu væntanlega að sækja viðtal við fegurðardrottninguna norður.

The Daily Show er þáttur sem hefur heilmikla þýðingu í þjóðmálaumræðunni vestra og hefur Jon Stewart verið einhver helsti gagnrýnandi George W. Bush forseta og ríkisstjórnar hans. Hvernig Ísland kemur honum fyrir sjónir á hins vegar eftir að koma í ljós von bráðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir